Carroll: Berserkur

carrollberserkur.jpg

Tjarnarbíó, Reykjavík

9. - 17.apríl 2015

Hver er þín staða og hlutverk á taflborðinu? Stjórnar þú þínu eigin lífi, eða er einhver annar sem leikstýrir því?

Ferðist með litríkum persónum úr undralandi Lísu í gegnum draumkennda heima sem leitast við að svara þessum spurningum.  

Leikhópurinn Spindrift kynnir gagnvirkt þátttökuleikhús um hinar ólíku hliðar mannsins í gegnum kynjaverur Undralands.

Atburðirnir eru spunnir út frá spurningum hópsins um samfélagsleg gildi og rannsakar hvað megi sýna og hvað þurfi að fela í daglegu lífi.

Galsafull og ryþmísk skrif rithöfundsins Lewis Carroll eru nýtt fyrir áþreifanlegan og tilraunakenndan stíl leikhópsins. Sýningin sameinar raunveruleika okkar og skáldskapinn um Lísu í Undralandi í gegnum gagnvirt þátttökuleikhús sem ferðast um ólík rými Tjarnarbíós. Áhorfandinn gengur inn í draumaheim þar sem töfrar leikhússins skapa ævintýralega veröld með óvanalegum uppákomum.

Lísa gengur í gegnum sjálfsþekkingarleit þar sem hún stækkar og minnkar eftir því sem hún mætir ólíkum hliðum manneskjunnar í hinum ófyrirsjáanlegu verum Undralands.

Gengið var í gegnum ólík rými Tjarnarbíós í 90 mínútur.
Sýningin fór fram á íslensku. Sýningin var ekki við hæfi barna.

 
 
Spindrift Theatre hefur lagt undir sig Tjarnarbíó í rúma viku fyrir sýningu sína Carroll berserkur sem Bergdís Júlía Jóhannsdóttir leikstýrir, og þegar ég segi „leggja undir sig“ eru það ekki bara orðin tóm. Mig hefði aldrei grunað að það væru svona margar ólíkar vistarverur í því litla húsi.
— Silja Aðalsteinsdóttir, Tímarit Máls og menningar
Ungur og spennandi leikhópur.
— Sigríður Jónsdóttir, Fréttablaðið
Konurnar á bakvið Spindrift hafa tekið viðfangsefnið á fjölbreytileg ný mið og skapa þannig einstaka sögusögn af Lísu í Undralandi
— Rebecca Lord, Reykjavík Grapevine

Stuttmyndaútgáfa sýningarinnar eftir Louis Crevier og Marco Schott.

HÖNNUÐIR
Aðalleikstjóri
Bergdís Júlia Jóhannsdóttir
Aðstoðarleikstjórar
Eva Solveig
Henrietta Kristensen
Anna Korolainen
Tónskáld
Pekka Koivisto
Tæknimaður
Juliette Louste
Ljósahönnun
Juliette Louste
Sviðsmenn
Unnar Helgi Halldórsson
Hallveig Kristín Eiríksdóttir
Sviðsmynd
Hallveig Kristín Eiríksdóttir
Aðstoðar sviðshönnuður
Eva Björg Harðardóttir
Myndvörpun
Hallveig Kristín Eiríksdóttir
Louis Crevier
Grímugerð
Rachael Ryan
Hallveig Kristín Eiríksdóttir

HÖNNUÐIR
Búningahönnun
Lúcía Sigrún
Áslaug Sigurðardóttir
Búningadeild
Lúcía Sigrún
Áslaug Sigurðardóttir
Sunna Dís Hjörleifsdóttir
Hár og förðun
Eva Björg Harðardóttir
Hljóðmynd
Margrét Arnardóttir
Jófríður Ákadóttir
Sigrún Harðardóttir
Kvikmyndun
Louis Crevier
Marco Schott
Ljósmyndun
Kristín Edda Gylfadóttir
Anna Ólöf Kristófersdóttir
Framleiðendur
Auður Ingólfsdóttir
Spindrift Theatre
Styrktaraðilar
Evrópa Unga Fólksins (Erasmus+)
Reykjavíkurborg

LEIKARAR
Músin
Anna Korolainen
Hjartadrottningin
Henrietta Kristensen
Dúfan
Eva Solveig
Ljóta hertogaynjan
Bergdís Júlía Jóhannsdóttir
Konungurinn
Daníel Þór Bjarnason
Glottsýslukötturinn
Ástþór Ágústsson
Hvíta kanínan
Hrefna Lind Lárusdóttir
Gerviskjaldbakan
Agnes Wild
Juliette Louste
Kálormurinn
Hugrún Margrét Óladóttir
Taflmenn
Almar Atlason, Arnoddur Magnús Danks, Auður Ingólfsdóttir
Baðherbergis leikendur
Agnar Stefánsson, Egill Kaktuz Þorkelsson Wild, Elise Flåten Øygaren, René Boonekamp