Drag King workshop with visiting teacher María Pálsdóttir which took place in Iceland over a weekend in March 2021.

Below is local information about the workshop in Icelandic.

 

Bergdís og Tinna standa fyrir námskeiði í dragi í samstarfi við leikkonuna og dragkónginn Maríu Pálsdóttur. 

Leikhópurinn heldur áfram rannsókn sinni á karlmennsku, kvenleika og mennsku yfir höfuð og vill nú bjóða fleirum upp á námskeið í dragi þar sem við köfum dýpra í efnið og prófum að breyta okkur í karlmann. Hér gefst kjörið tækifæri á að kynnast sjálfum sér betur, fara út fyrir þægindarammann og ögra sjálfum sér. Ætlunin er ekki að skapa persónu sem gerir grín að karlmönnum heldur hreinlega bara að vera karlkyns og láta reyna á mörkin milli kynja og þess kynjaða veruleika sem við búum í. 

Praktískar upplýsingar

María leiðir tveggja daga námskeið, helgina 6.-7. Mars frá klukkan 12-17 báða dagana. 


Námskeiðið fer fram í æfingasal Improv skólans á Hverfisgötu 18, beint á móti Þjóðleikhúsinu. 


Alls komast 10 þátttakendur á námskeiðið en þannig náum við að fara eftir öllum sóttvarnarreglum og öll fái nægilegt rými til þess að prófa sig áfram undir handleiðslu Maríu. Allar konur velkomnar.


Verð: 17.000 kr. 

Innifalið í verðinu er skegg og smink.

Þátttakendur þurfa að koma með föt fyrir sinn karlmann og teygjubindi eða korselett yfir brjóstin.


Skráning fer fram á spindrifttheatre@gmail.com og þarf nafn þátttakenda að koma fram og kennitala. 

Um Maríu

María Pálsdóttir útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1999 og fór í framhaldsnám í leiklist til Helsinki 2000-2001 og lenti þar á frábæru dragnámskeiði hjá Dianne Torr heitinni, listdansara og dragkóngi.  Í kjölfarið stofnaði María ásamt bekkjarsystrum sínum norræna leikhópinn subfrau sem fagnar 20 ára afmæli á þessu ári. Einnig spratt leikhópurinn Pörupiltar úr þessum jarðvegi en þar fara Dóri, Hemmi og Nonni á kostum og hafa kennt unglingum allt um kynlíf undanfarin ár.  Einnig hefur María haldið erindi í Þjóðfræði við HÍ í rúman áratug um kyn og gervi á námskeiðinu Maðurinn og efnismenningin.  Að bregða sér í hitt kynið er áhugaverð og lærdómsrík skemmtun og dýpkar skilning okkar og samhygð fyrir "hinu kyninu"