Stutt verk sem felur í sér rannsókn á sjálfinu og hvernig manneskjan setur sig í mismunandi hlutverk í mismunandi aðstæðum. Við erum öll leikarar í okkur daglega lífi. En hver erum við í raun og veru, og hver höldum við að við séum? Hvernig mótumst við af umhverfi okkar og þeim sem eru í kringum okkur? Hvaða möguleika býður eigin persóna leikarans á sviði? Me… Whilst Being Humane býður áhorfendum á að líta inn í hreinskilna túlkun fimm einstaklinga um eigið líf og persónu.
Me… Whilst Being Humane kom til Íslands árið 2013 og var sýnd samhliða tveimur öðrum verkum í sýningunni Þríleikur. Sýningin samanstóð af þremur 20 mínútna stuttverkum, og gegndi mikilvægu hlutverki í þróun stíls leikhópsins, en Þríleikur virkaði sem ákveðið próf á jaðarleikhúsverkum hópsins og mörkum þeirra. Þríleikur (Me... Whilst Being Humane, Cydonia: Marsiah og Phew: Kisuleikur) ferðaðist frá Lundúnum til Íslands í gegnum stuðning Rose Bruford College Jubilee Fund.
HÖNNUÐIR
Leikstjóri
Bergdís Júlía Jóhannsdóttir
Sviðsmaður
Ásta Guðrún Sigurðardóttir
Ljósahönnun
Sindri Þór Hannesson
Styrktaraðili
Rose Bruford Jubilee Fund
LEIKARAR
Ashley Jones (Lundúnum)
Anna Korolainen (Íslandi)
Ási Logason (Lundúnum)
Bergdís Júlía Jóhannsdóttir (Íslandi)
Catherine Kendal (Lundúnum)
Eva Sólveig (Íslandi)
Finlay McFarlane (Íslandi)
Henrietta Kristensen (Lundúnum)
Karl Melberg (Lundúnum og Íslandi)
Luna del Edigo (Lundúnum)
Niamh Orr (Lundúnum)
Sunna Dís Hjörleifsdóttir (Íslandi)