Hjúkket: Kisuleikur

Rannsóknarverk um vald og missi, ást og mannkynið; absúrt pólitískt stutt verk sem færir áhorfendann í heim hinna miklu Ofurkatta. áhrif kenninga Friedrich Nietzsche um myndlíkingar, innblásið af absúrdisma teiknimyndabóka Hugleiks Dagssonar.

Innblásin af útrásargleði hins órökrétta, tilfinningum valdhafanna og litríku stjórnleysi. Handritið er samið út frá spjallþráðum Youtube myndbanda, skrítlum Hugleiks Dagssonar, Mein Kampf Hitlers, Thus Spoke Zarathustra Nietzsches og leiklistarspuna. Verkið tjáir sterkar skoðanir í gegnum svartan húmor og óvenjulegan, kraftmikinn stíl.

Phew Kisuleikur kom til Íslands árið 2013 og var sýnd samhliða tveimur öðrum verkum í sýningunni Þríleikur. Sýningin samanstóð af þremur 20 mínútna stuttverkum, og gegndi mikilvægu hlutverki í þróun stíls leikhópsins, en Þríleikur virkaði sem ákveðið próf á jaðarleikhúsverkum hópsins og mörkum þeirra. Þríleikur (Me... Whilst Being Humane, Cydonia: Marsiah og Phew: Kisuleikur) ferðaðist frá Lundúnum til Íslands í gegnum stuðning Rose Bruford College Jubilee Fund.

HÖNNUÐIR
Leikstjóri
Anna Korolainen
Hljóðmynd
Ella Wahlström
Sviðsmaður
Ásta Guðrún Sigurðardóttir
Ljósahönnun
Sindri Þór Hannesson

LEIKARAR
Anna Korolainen

Finlay McFarlane
Karl Melberg
Bergdís Júlía Jóhannsdóttir
Eva Solveig

Styrktaraðili
Rose Bruford Jubilee Fund