Uppruni

Spindrift_VillaSalin1

Anna Korolainen (Finnland), Bergdís Júlía Jóhannsdóttir (Ísland), Henrietta Kristensen (Noregur) og Sólveig Eva Magnúsdóttir (Ísland) kynntust í leiklistarskólanum Rose Bruford College í Lundúnum.  

Við komum fyrst saman sem sjálfstæður námshópur sem vildi stunda frekari æfingar meðfram námskrá skólans. Með áframhaldandi þróun varð hópurinn að leikhóp í Eistlandi þar sem við stunduðum skiptinám saman.  

Hópurinn hefur starfað að verkefnum í Noregi, Írlandi, Skotlandi, Ameríku, Íslandi, Spáni, Frakklandi, Finnlandi, Danmörku, Eistlandi, Ítalíu og Póllandi. 

 

Forvitni

Spindrift_VillaSalin2.JPG

Við erum fisískur leikhópur sem einbeitir sér að nýsköpun í leikhúsi. Við sköpum sjónrænar, gagnvirkar og áþreifanlegar tilraunasýningar sem eru spunnar út frá forvitni leikaranna um lífið og mannlega hegðun.

Markmið hópsins er að leiða áhorfendur með sér í ferðalag um ólíka og draumkennda heima, auk þess að vekja hreinskilnar spurningar. 

Nafnið Spindrift (Sjávarúði) vísar til tengsla okkar þvert yfir hafið sem alþjóðlegur leikhópur. Hugmyndin af sæ sem mætir vind sínum minnir okkur á umbreytieiginleika leikhússins, þar sem við skoðum ólíkar hliðar persónunnar og leifum áhorfendum að mæta ólíkum hliðum af sjálfum sér.  

 

Fjórar ungar konur

Spindrift

Sem hópur ungra leikkvenna er sjónarhorn okkar feminískt að eðlisfari. 

Við erum þó ekki alltaf með bein pólitísk markmið í huga né einblýnum við ávallt að þemum sem varða baráttumál kvenna. 

Við erum fyrst og fremst forvitnar um manneskjuna og lífsleið hennar, og njótum þess að skapa sögur með ólíkum einstaklingum að bæði kyni og aldri.

Við einbeitum okkur að nýsköpun í leikhúsi, bæði á sviði og í þjálfun leikarans, með áherslu á jafnrétti og tjáningarfrelsi. 

 

Listrænir stjórnendur